Eurocamp Blog

Blog-Beiträge aus dem Eurocamp und unserem Freiwilligendienst

Eurocamp í Lutherstadt Wittenberg 2016

Ég heiti Guðrún Ólafsdóttir og er 19 ára Reykvíkingur frá Íslandi. Í dag er minn 9. dagur hér í Eurocamp búðunum í þessum fallega litla bæ, Lutherstadt Wittenberg, og ég gæti ekki verið ánægðari með lífið. Ég var beðin um að skrifa litla færslu um búðirnar fyrir áhugasama og mögulega komandi Eurocamp þáttakendur en veit varla hvar ég á að byrja. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að koma mér útí þegar ég mætti fyrsta daginn á lestastöðina. Ég vissi jú að hér yrði ég partur af stórum hópi ungs fólks frá Evrópu, að okkur biði prógramm sem ég var búin að fá tölvupóst um og að öllum likindum gæfist mér frábært tækifæri til að æfa þýskuna mína. Þetta stóðst allt saman og meira til. Eftir því sem tímanum leið áttaði ég mig á því hversu einstakt tækifæri það er að vera þáttakandi í svona verkefni. Ég hef ekki bara kynnst fólki heldur eignast vini fyrir lífstíð. Prógrammið okkar sem samanstendur af bæði bæjarvinnu og allskonar viðburðum hefur virkilega víkkað sjóndeildarhringinn og ég er stanslaust að koma sjálfri mér á óvar. Mér hefði til dæmis aldrei dottið það í hug að ég gæti haft gaman að leiklist. 🙂 Þýskan mín verður betri með hverjum deginum sem líður og alltaf bætist eitthvað við orðaforðann. Svo eru það líka litlu hlutirnir inná milli sem gera þessa dvöl svo ógleymanlega. Til dæmis lágum við stelpunar í kojunum okkar fyrir nokkrum dögum síðan og ræddum um strákamál (hver hefði ekki giskað á það haha). En þessi litla umræða varð svo áhugaverð þar sem að við erum allar frá svo mismunadi menningarheimum og höfum, ja sumar, okkar svo ólíkar hugmyndir tengdar ofangreindu umræðuefni. Ég er búin að skrifa dagbók um allt sem gerst hefur hingað til og þær hugmyndir og hugsanir sem hafa flogið í gegnum hausinn á mér síðustu daga. Þær færslur ná langleiðina í heila bók, svo margt er ég búin að læra og upplifa. Þegar maður tekur þátt í ævitýri sem þessu þá skiptir mestu máli, að mínu mati, að gera það með opnum hug. Vera alltaf með, prófa eitthvað nýtt og stíga út fyrir þægingarammann. Ég mæli 150% með Eurocamp búðunum og gæti ekki verið ánægðari með að fá að vera partur af þessu verkefni.

A Polish boy in Eurocamp
7 FUN FACTS ABOUT MAGDEBURG

Initiator

agsa logo